Auglýsing

Tíu tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2019

Tíu ungir Íslendingar eru tilnefndir til verðlauna sem eru veitt árlega af JCI. Verðlaunin eru veitt í 18. skipti í ár en hátt í tvö hundruð einstaklingar voru tilnefndir af almenningi í gegnum herferð á samfélagsmiðlum.

Eftirfarandi eru tilnefnd í ár en í dómnefndinni eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona, Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi, Fanney Þórisdóttir landsforseti JCI, Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri hjá Kiwanis.

  • Alda Karen Hjaltalín
    Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
  • Anna Sigríður Islind
    Störf á sviði tækni og vísinda.
  • Einar Stefánsson
    Störf /afrek á sviði menningar.
  • Erna Kristín Stefánsdóttir
    Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
  • Pétur Halldórsson
    Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.
  • Ragnheiður Þorgrímsdóttir
    Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála.
  • Róbert Ísak Jónsson
    Einstaklingssigrar og/eða afrek.
  • Sigurður Loftur Thorlacius
    Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.
  • Sólborg Guðbrandsdóttir
    Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
  • Sturlaugur Haraldsson
    Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.

Einn einstaklingur úr þessum hópi verður valinn Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2019.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing