Auglýsing

Tónleikarnir geta loksins farið fram – Björk Orkestral – Live from Reykjavík

„Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral – Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í tilkynningu frá Senu.

„Miðað við núverandi sóttvarnarreglur þá verður salnum skipt upp í þrjú svæði og skapar það engin vandamál því við vorum undir það búin alla tíman. Þetta þýðir að tónleikagestir þurfa ekki að fara í skyndipróf eða gera neinar aðrar sérstakar ráðstafanir. Og þar sem mjög auðvelt er að skipta Eldborg upp í þrjú svæði skapar það engin óþægindi fyrir tónleikagesti.“
Allt verður vel merkt og útskýrt á staðnum, þannig að gestir þurfa ekkert annað að gera en að mæta.

Fyrstu tónleikarnir eru uppseldir og örfáir miðar eru eftir á hina þrjá. Við þökkum tónleikagestum fyrir að halda í miðana og óskum þeim góðrar skemmtun á Björk í Hörpu í október og nóvember!

Tónleikunum verður streymt um allan heim og miðasala á streymið er í fullum gangi. Allar frekari upplýsingar um tónleikana og streymið á tenglinum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing