Fimmtudaginn 25. nóvember verður tónlistarhátíð Rásar 1 haldin í fjórða sinn. Í ár er þema hátíðarinnar Þræðir og er þar farið yfir hugleiðingar um tímann með tilliti til 90 ára afmælis RÚV og 250 ára fæðingarafmælis Beethovens.
Hátíðin leggur áherslu á frumsamda tónlist en hverju sinni eru valin fjögur tónskáld til þess að semja ný verk til flutnings á hátíðinni.
Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, er listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár og tónskáldin eru þau Haukur Þór Harðarson, Högni Egilsson, Sóley Stefánsdóttir og Veronique Vaka. Tónleikarnir verða sendir út í beinni útsendingu frá Hörpu á Rás 1 og í mynd á RÚV.is miðvikudaginn 25. nóvember kl. 18.30. Salurinn verður án áhorfenda.