Auglýsing

Tónlistarhátíðin Melodica Reykjavík á Kex Hostel

Tónlistarhátíðin Melodica Reykjavík verður haldin 30. Ágúst – 1. September í Gym and Tonic salnum á Kex hostel. Atriðin eru frá mörgum heimshornum og koma fram 8 erlend tónlistaratriði og 20 íslensk. Hátíðin leggur sig fram að styðja við grasrót ungra og upprennandi listamanna sem koma fram ásamt þekktari listamönnum. 

Melodica Reykjavík leggur áherslu á að skapa þægilegt og vinalegt andrúmsloft sem allir ættu að geta notið sín í. Fjölbreytt tónlist, einlægur flutningur og nálægð við flytjendur skilur engan eftir ósnortinn.

Meðal listamanna í ár eru: CHAOSKEEPER (RU), SAM ALTY (NZ), THE HARD WAY HOME (UK), FRÄULEIN HONA (AT) FLEKAR, FABÚLA, SVEIMHUGAR, BIRKIR BLÆR, RAGNAR ÓLAFSSON og margir fleiri spennandi listamenn

Aðgangur á hátíðina er ókeypis en áhorfendur eru hvattir til að styðja hátíðina með frjálsum framlögum sem notuð eru til að greiða niður ferðakostnað erlenda tónlistarfólksins. Hátíðin er ekki rekin í hagnaðarskyni og gefa skipuleggjendur og tónlistarfólk alla vinnu sína, hátíðin hefur frá upphafi verið fjármögnuð með þessum hætti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing