Leikarinn Joaquin Phoenix leikur um þessar mundir aðalhlutverkið í myndinni Joker, mynd um misheppnaðann grínista sem snýr sér að glæpum.
Hann virðist laðast að hlutverkum þar sem hann leikur dimma og ruglaða karaktera og er þetta nýjasta hlutverk engin undantekning. Sumir vilja meina að æska hans hafi eitthvað með þetta hlutverka val hans að segja en hann átti ekki mjög eðlilega æsku fyrstu árin.
Phoenix fæddist inn í kynlífs sértrúarsöfnuðinn, Börn Guðs, sem foreldrar hans, John og Arlyn Bottom voru meðlimir í. Fyrir umheiminum þá leit þetta út fyrir að vera stór fjölskylda sem lifði saman í sátt, hjálpaði þeim sem minna máttu sín og spiluðu tónlist.
En sú var ekki raunin. Börnum innan safnaðarins var kennt að heimurinn væri fullur af “Trúleysingjum” sem vildu drepa þau. Kynlíf var sögð vera ein besta leiðin til að lofa Jesús og fólk var hvatt til að deila mökum sínum. Hópkynlíf var algengt og þá skipti engu máli hvort það væru börn höfð með. Börn voru hvött til að “kanna” kynlöngun sína. Mikið ofbeldi og barnamisnotkun var innan safnaðarins.
Þegar Phoenix var 4 ára yfirgaf fjölskylda hans söfnuðinn og sigldu þau á bát frá Venesúela til Bandaríkjanna. Þau breyttu eftirnafni sínu í Pheonix sem tákn um nýtt upphaf. Þau fluttu á endanum til Hollywood þar sem öll systkinin fimm: Joaquin, Rain, Summer, Liberty, River fóru í kvikmyndabransann. Bróðir hans River Phoenix slóg í gegn árið 1986 í myndinni Stand By Me.
River Phoenix dó sjö árum seinna, árið 1993, úr of stórum skammti fyrir utan vinsælan skemmtistað í Hollywood. Þetta hafði mikil áhrif á Joaquin en þeir bræður höfðu verið nánir og meðal annars leikið saman í sjónvarpsþáttum.
Joaquin hefur aldrei viljað tjá sig um dauða bróður síns en segist þó „Vera kominn nær því að sætta sig við þetta þó hann muni aldrei skilja þetta“.