Auglýsing

Trump og Bryson DeChambeu slá í gegn á YouTube: Fyrrum forsetinn með 2.8 í forgjöf

Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump, og einn af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau, hafa slegið í gegn á myndskeiðavefnum YouTube en þar tóku þeir þátt í „Breaking 50“ seríunni hjá þeim síðarnefnda. DeChambeau, sem er í níunda sæti yfir bestu kylfinga á PGA-túrnum, hefur að undanförnu verið að taka upp þætti sem snúast um það að ná undir fimmtíu höggum á „auðveldustu“ teigum hinna ýmsu golfvalla.

Þátturinn er klukkutími að lengd en þar sést hversu fær kylfingur hinn fyrrum forseti er í raun og veru. Miðað við þáttinn þá ætti núverandi forseti Bandaríkjanna aldrei sjéns í Trump sem er með 2.8 í forgjöf. Trump fékk áhuga á íþróttinni á sjöunda áratugnum og hefur spilað reglulega síðan enda ekki sjálfgefið að vera með svo lága forgjöf.

Milljónir manna hafa horft á þá félaga

Þátturinn hefur bókstaflega slegið í gegn en á aðeins rúmum sólarhring hefur sex og hálf milljón manna horft á þáttinn.

Trump og DeChambeau nýttu tækifærið og blésu til söfnunar sem enn er í gangi á YouTube en þar safna þeir félagar fyrir „Wounder Warrior Project“ sem eru styrktarsamtök fyrir hermenn sem hafa slasast við störf.

DeChambeau sagði eftir keppnina að það væri alltaf heiður að spila með forseta, hvort sem það væri núverandi eða fyrrverandi, og lýsti yfir þakklæti fyrir vinasamband sitt við Trump. Þetta er virkilega skemmtilegur þáttur og þar sem við viljum ekki eyðileggja neitt fyrir neinum þá látum við það ekki fylgja með hvort þeir hafi náð að spila undir 50 höggum á rauðum teigum. Sjón er sögu ríkari og því fylgir þátturinn í heild sinni þessari frétt hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing