Ísland var yfir í hálfleik, í leik þeirra gegn Ungverjalandi nú í dag, en í síðari hálfleiknum gekk allt á afturfótunum hjá íslenska liðinu.
Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld.
Aðdáendur íslenska liðsins létu sig ekki vanta á Twitter þrátt fyrir tapið en brot af því besta má sjá hér að neðan.
Get ekki sagt annað en að maður hefði viljað sjá eitthvað vöðvabuff þarna í vörninni á móti þessum ungverska línumanni. Er Fjallið ekkert til í að spila smá vörn? Bara pæla. #handbolti #emrúv
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) January 15, 2020
Slæmi kaflinn reyndist allur seinni hálfleikurinn, ótrúlegt hrun. Sóknarleikurinn afleitur, endalaust sótt inn á miðjublokkina og ekkert flæði. Alltof mörg klúðruð dauðafæri og lykilmenn að klikka. En upp með sokkana og áfram gakk drengir, næsti leikur takk #handbolti #emruv
— Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 15, 2020
Ég er mjög glaður, ég hefði viljað sjá Gumma fara inn á á síðustu mínútunni og dúndra boltanum í eigið mark. Gott á Dani ?? #emruv #handbolti
— Egill Gunnarsson (@EgillGunnarsson) January 15, 2020
Þar lágu Danir í því….. #emruv #handbolti
— Berglind Þorbergs (@berglind80) January 15, 2020
þvílíka skitan í seinni maður minn og Aron því miður í ruglinu í dag #emruv #handbolti
— Gudmundur Bergsson (@bergsson81) January 15, 2020
Gummi verður að fókusa meira á leikinn. Þýðir ekkert að tala endalaust um einhverja „möguleika á klippingu“ í þessum leikhléum. Hárgreiðslan verður bara að bíða þar til eftir leik. #emruv #handbolti pic.twitter.com/ptBeYtojcS
— Hrafnkell Helgi Helgason (@HHelgason7) January 15, 2020
Verður hálf óglatt að sjá danina í stúkunni fagna ákaft þegar íslendingar skora. #emruv #handbolti
— Sigurður Svavarsson (@Siggivs) January 15, 2020
Hvernig stendur á því að það sé ekki búið að reysa styttu af Guðjóni Vali út á Seltjarnarnesi? #emruv #handbolti #islung
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 15, 2020
Held hefðinni og elda mat frá báðum löndunum. Í dag verður hrútspungagúllas á boðstólum #emruv #Handbolti
— Brynhildur Yrsa Valkyrja (@BrynhildurYrsa) January 15, 2020
Fyrir mót ætlaði ég að sækja 6 punkta. Ákvað að taka bara 4 og senda baunana heim eftir að þeir bauluðu á víkingaklappið. #emruv
— Randver Pàlmi (@RandverPalmi) January 15, 2020
djöfull eru Danir að fara gera mikið grín af okkur þegar þessi úrslit koma í veg fyrir að við förum á ólympíuleikana #emrúv
— Hrólfur (@eyjolfsson42) January 15, 2020
Það kallaðist ungversk úrbeining að sjóða lærið lengi í potti, taka það upp á hæklinum og berja í barminn á pottinum svo smelli í beininu og moðsoðið kjötið hrynji ofan í pottinn. Þú gefur svo hundinum beinið. Þetta rifjaðist upp undir seinni hálfleiknum #emruv
— Gunnar Smári (@mr_Gunnar_Smari) January 15, 2020
Þeir sem vita slatta um handbolta tala um Aron pálmars sem einn þann besta i heimi.
Frábær gegn dönum, en ekkert getað i seinustu tveimur.
Eiga þeir bestu ekki að geta sýnt smá stöðugleika? #emruv— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) January 15, 2020
Hello Denmark! This is what you get for selling us maðkað mjöl and substandard rúg and korn in your einokunarverslun for centuries and also for making us learn danska in school and not allowing Stuðmenn to play in your Tívolí in Með allt á hreinu ???? #emruv
— Kristján Gauti (@kristjangauti) January 15, 2020
Shit happens. Drengirnir verða geggjaðir í milliriðli??♂️??#emruv
— gulligull1 (@GGunnleifsson) January 15, 2020
Upplifi það eins og að línumaðurinn hafi bara klárað orkuna í liðinu okkar, hann gat sitið á þeim og okkar menn að rembast við að komast framhjá eða fyrir hann + dómgæslan setti ekki sömu reglur fyrir hvort lið. Ungverjar klikkað góðir samt. #emruv
— Kristofer E. Gudmundsson (@Ofhavaxinn) January 15, 2020
Vill ekki sjà Loga með þessa gull slaufu aftur í setti.Óhappa. #emruv
— Rosmundur Magnusson (@RosiMaggg) January 15, 2020
En kaldhæðnislegt að þessi maður drulli yfir okkar lið en þurfi svo að treysta á að við vinnum svo þeir haldist í keppninni. Lúser. #emruv pic.twitter.com/olmTaKABnu
— Friðrik Jónsson (@frikkiklippari) January 15, 2020
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með eitthvað Dr Jekyll/Mr Hyde syndrome. Hvernig er hægt að spila svona vel í fyrri hálfleik og svona hrapallega í seinni? 100% með verstu frammistöðum á stórmóti sem lengi hefur sést, beint á eftir þeirri bestu á mánudaginn. #emruv
— Hulda Hvönn Kristinsdóttir (@HvonnHulda) January 15, 2020
Jújú alltaf ömurlegt að tapa en ákveðin huggun að vita af svona mörgum Dönum sem eru að fara eyða kvöldinu í að grenja af sér íslenska fánanum sem þeir voru búnir að mála framan í sig #emruv
— María Björk (@baragrin) January 15, 2020
Ef einhverjum líður illa þá skal ég bæta þeim það upp og benda á að ég horfði ekki bara á þetta ógeðslega tap heldur tapaði ég líka 42.000kr. á leiknum. Takk og bless. Skelfing. #emruv
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) January 15, 2020