Nútíminn tók saman nokkur gömul og ný #mömmutwitter af Twitter!
Nýr fjölskyldumeðlimur bættist við kl. 14:35 í dag, 16 merkur og heilsuhraust.
Hefur fengið nafnið Stella.#mömmutwitter pic.twitter.com/nUhgbxZy58
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) January 6, 2019
Sonur (4): „Hvað ef ég og systir mín (6) giftumst bara?“
Ég: „Uuuuh neinei, það er bannað sko“
Sonur: „Hahahaha nei mamma ég meina sko þegar við erum orðin stór auðvitað!“
Samt bannað sonur sæll. #mömmutwitter— Hafdís (@hafisinn) September 5, 2019
Ég er búin að vera í framkvæmdum í 4 mánuði, íbúðin enn fokheld og ég hálf heimilislaus, ég handleggsbrotnaði svo í millitíðinni. Mamma hreinskilna hugleiðandi jógakona: “jájá þú ert að taka út eitthvað karma, átt þetta líklega allt skilið” #mömmutwitter
— Hófí Magnúsdóttir (@hofim) August 30, 2019
Hlakka svo til þegar ég fæ drullu næst og get notað fjölskitubókina sem dóttir mín gerði handa mér ? #mömmutwitter pic.twitter.com/gP8mIcHfmW
— Hafdís (@hafisinn) October 6, 2019
Tveggja ára dóttirin er nýbúin að fatta húmorinn í að toga í buxurnar mínar og reyna að girða niður um mig. Það var sérlega vinsælt á flugvellinum í Alicante þegar mamman var í víðum og mjúkum ferðabuxum og með hendurnar uppteknar í öðru.
Sérlega. #mömmutwitter— Dr. Elín (@ruxpin) July 11, 2019
„Mamma sjáðu öll þessi gömlu sambönd“ sagði 4 ára sonur minn á Sorpu um daginn og ég bara aaaaw, hélt hann væri með djúpar pælingar um lífið og tilveruna og ástina, en þá var hann bara að horfa ofan í snúrukassa sem einhver hafði hent #mömmutwitter
— Hafdís (@hafisinn) July 22, 2019
Hvað gerir man sem er gjörsamlega kulnuð í foreldrahlutverkinu? Ég er orðin svo fokk leið á að þvinga börnin mín til að læra heima og ganga frá eftir sig að ég gæti sprungið. Ég er farin að spá hvort ég ætti að sækja um skilnað bara til að losna við þau af og til. #mömmutwitter
— Sólveig (@solveighauks) October 28, 2019
Styð alveg „you do you“ eeeen ég var að sjá story hjá einhverri IG skvísu þar sem hún lá í rúmi á fæðingarstofu með drip í æð OG það var þekktur förðunarfræðingur að farða hana full glam ?? bara honeeeyy þú veist greinilega ekki alveg hvað er að fara að gerast.. #mömmutwitter
— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) June 17, 2019
Dóttir mín er mjög imponeruð yfir því að ég sé byrjuð að vinna hjá Reykjavíkurborg. Um daginn áttum við gott spjall fyrir háttatíma þar sem hún velti því fyrir sér hver væri eiginlega að stjórna heiminum á meðan ég væri að lesa kvöldsögu fyrir hana <3 #mömmutwitter
— Birta (@birtasvavars) October 23, 2019
Á hverju kvöldi spyr 3 ára sonur minn hvaða tannkrem ég ætla að nota (hann á samt bara eitt). Hann bætti glottandi við í kvöld: „Ég er alltaf að spyrja“
Ég : „já þú ert eins og biluð plata.“
Hann: „haha já mamma ég er alltaf að plata.“#mömmutwitter— Tanja (@tanjatomm) March 20, 2019
Kærastinn er í vinnuferð þannig í kvöldmat fékk dóttirin hafrakodda & kókópöffs og ég fékk ís. Hvernig húsmóðir er ég, spyrjið þið? Jú, alveg glimrandi góð #mömmutwitter #eldamennskalevel100
— Eva Pandora Baldursdóttir (@evapandorab) January 22, 2020
Er að prófa umbunarkerfi á 3 ára son minn. Hann fær límmiða ef hann sofnar alveg sjálfur án þess að vera með vesen. Ef hann nær 4 límmiðum fær hann verðlaun.
Dagur: „hvað fæ ég í verðlaun?“
Ég: „það kemur í ljós.“
Dagur: „ljóós… hvernig ljós fæ ég?“#mömmutwitter— Tanja (@tanjatomm) March 7, 2019
Mamman : Kíkir út eitt kvöld
Allir : “Bíddu hvar eru börnin, afhverju ertu úti”
Pabbinn : Er með börnin eitt kvöld
Allir : “Jii duglegur að passa börnin”.#mömmutwitter— katrink (@katrin95) March 11, 2018
Áður: shit skólinn byrjar kl 10 best að stilla 3 vekjaraklukkur
Núna: skólinn byrjar kl 10 frábært þá get ég skúrað fyrst#mömmutwitter
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) September 9, 2017
Gleymdi þessari peysu hjá mömmu í vor og tók eftir þessu áðan. Hún laumast sko alltaf til að merkja fötin mín. Ég er 32 ára. #mömmutwitter pic.twitter.com/cZXLH7fkck
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) June 9, 2017
Afgr.m.:“leitt að eiga þetta ekki til fyrir þig“
Unglingurinn (15): „ekkert mál, ég er sonur hennar, ég er vanur vonbrigðum“ ?#mömmutwitter— Sigrun Hjartar (@sigrunhjartar) March 24, 2017
Tveir nýir strákar bættust í bekk dótturinnar í dag. Bræður. Báðir ’09 módel. Ekki tvíburar. #respect #mömmutwitter
— Sigrun Hjartar (@sigrunhjartar) January 2, 2017
Sonur: Lofarðu að kúka ekki á dagatalið mitt?
Ég: uuu….já#mömmutwitter— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) December 22, 2016
,,Svitna í kápu á stigagangi að bíða eftir að barnið fari í skó“ seasonið er byrjað. #mömmutwitter
— Lóa (@Loahlin) October 3, 2016
fyrir mér þýðir GoT ekkert annað en Gin og Tonik #mömmutwitter
— Berglind Festival (@ergblind) June 15, 2015
Ég hélt að mamma mín elskaði mig en byrjaði að efast um það eftir að hún gaf dóttur minni dótahákarl í baðið sem syngur baby shark… á repeat… endalaust ?? #mömmutwitter
— Elisabet Hanna (@elisabethanna) January 29, 2020
Dagurinn þar sem dóttirin verslaði sér flík í sömu tískubúð og ég. Ég veit ekki hvort það segir meira um mig eða hana. #mömmutwitter
— Salome (@frukron) January 23, 2020
Erum búin að ná 1 heilum skóladag í þessari viku #lægðin #landsbyggðin #mömmutwitter pic.twitter.com/4diskbem0f
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) January 10, 2020
Það vantar orð á íslensku til að lýsa léttinum sem kemur yfir þig eins og mildur andvari, þegar þú áttar þig á að það er ekki barnið þitt sem er að öskurgrenja á mannamóti heldur eitthvað annað barn #mömmutwitter
— Steinunn Rögnvalds (@SRognvalds) December 31, 2019
Sonur minn, þriggja ára, sagði mér í dag að hann ætli að verða strætóbílstjóri þegar hann verður stór og búa í lönguvitleysublokkinni í Fellunum. Og kannski eignast lítið barn og vera pabbi. Dream big, little man. #mömmutwitter
— Aldís Coquillon (@aldis_asgeirs) December 22, 2019
Sonur minn kann að af-karlmennskuvæða Spiderman af svo mikilli kænsku að það er eiginlega svakalegt.
– kallar hann Kalla litla kónguló#mömmutwitter— Valgerður Gréta (@ValgerdurGG) December 21, 2019
Vorum að lesa í bók þar sem myndskreytingin sýndi konu sem stóð svona eins og fegurðardrottning, með annan fótlegginn fyrir framan hinn.
V, einlæg: ‘Er hún að pissa á sig?’#mömmutwitter
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) December 11, 2019
Au parinn minn sá mynd af okkur hjónum tekin fyrir sex árum.
“What happened to you guys?”
“Two kids” svaraði ég.#mömmutwitter— anneli ? (@annelibjorns) November 21, 2019
Lægstu augnablik mín sem foreldris er þegar ég er komin í legit fýlu út í krakkann því hann skemmdi eitthvað sem ég kubbaði. #mömmutwitter
— Aldís Coquillon (@aldis_asgeirs) November 18, 2019
Söng fyrir minnsta barnið (1 1/2 árs). Næst minnsta (6 ára) tók undir: ,,Kveldúlfur er kominn í hvelfinguna mína“. Leiðrétti og fékk að heyra að það gæti ekki verið því við ættum enga kellingu…. en hér er ekki þverfótað fyrir hvelfingum..? #mömmutwitter
— Linda Björk (@markusardottir) October 19, 2019