Strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23 og Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM. Eru þeir með sigrinum komnir mjög nálægt sæti í milliriðli.
Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Danmörk sem fylgir Íslandi upp úr riðlinum.
Hér fyrir neðan má sjá umræðuna á Twitter um leikinn í kvöld.
Rùssneski kóalabjörnin flengdur.Rùssarnir eins og fólkið í Leifstöð í nótt.Ràðviltir strandaglópar.Ungverjar búnir að gefa út appelsínugula viðvörun #emruv #handbolti #handkastid
— Rosmundur Magnusson (@RosiMaggg) January 13, 2020
Frábær byrjun á EM. Alveg frábær. En tap á móti Ungverjum gæti samt sent okkur úr keppni. Vera á tánum. Áfram svona og þá getur eitthvað fallegt gerst. #emruv #handbolti
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 13, 2020
Peterson sterkastur hjá Íslandi með 7.8 í einkunn ??
6/7 (86%) mörk – 2 stoðsendingar
1 vítasending – 1 fiskað víti
1 tapaður bolti – 3 lögleg stopp#handbolti #emruv— HBStatz (@HBSstatz) January 13, 2020
Ekkert smá efnilegt lið sem við eigum. Hlakka til að sjá Gísla Þorgeir koma til baka úr meiðslum. Geggjaður leikmaður.
BTW…. komdu bara heim og kláraðu seasonið með Selfyssingum meðan þú jafnar þig almennilega. Mátt búa hjá mér #Handbolti #EMRUV pic.twitter.com/QI3Szjw5fR
— Maggi Peran (@maggiperan) January 13, 2020
Samkvæmt mjög óáræðanlegum heimildum er Guðni forseti að leita að flugi heim að undirbúa kosningar því Guðmundur Þórður Guðmundsson er hársbreidd frá kjöri! #emruv #handbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 13, 2020
Flottur sigur. Ég endurtek samt: Þetta rússneska lið getur ekki neitt! #emruv #handbolti
— Guðmundur Egill (@gudmegill) January 13, 2020
Geri ráð fyrir að @kristjansson73 verði svipað sáttur með leikinn og hann var með eftirréttarpizzuna hjá @flatbakan #emruv #handbolti pic.twitter.com/zcwtvIHwMr
— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 13, 2020
–
Í hálfleik er pásað og pústað,
plönuð smá veisla í bústað.
Sprellað og spjallað,
spilað og brallað
því Rússum skal auðvitað rústað.#handboltalimrur#handbolti#emruv— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 13, 2020
Íbúafjöldi Rússlands = 146 milljónir – 400 handboltafélög?
Íbúafjöldi Íslands = 363.000 – 23 handboltafélögÍbúafjöldi Arkhangelsk borgar í Rússlandi er svipaður og hér heima. Þar er ekkert handboltalið.
Galdrar? Eða geggjuð uppbyggingarstefna?#EMRUV #Handbolti pic.twitter.com/E0GcHRDOOG
— Maggi Peran (@maggiperan) January 13, 2020
Ég er svosum enginn læknir en ég held að þessir handboltaþjálfarar hefðu alveg gott af því að skipta í Lífssaltið.#handbolti #emruv pic.twitter.com/sHnp3rZTSA
— Björn Teitsson (@bjornteits) January 13, 2020
Væri til í að fá púlsmæli á Guðmund Guðmundsson. Hjartslátturinn mundi síðan birtast á skjánum fyrir neðan ísl. #emruv #handbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 13, 2020
Fálkaorðuna á Gumma gumm !! Hann er ekkert eðlilega geggjaður ! #EMRUV #Handbolti
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) January 13, 2020
Börn tvíburasystur minnar eru á leiknum. Ef annað þeirra hleypur ekki nakið yfir völlinn efast ég um skyldleika þeirra við mig! #handbolti #emruv
— Brynhildur Yrsa Valkyrja (@BrynhildurYrsa) January 13, 2020
9 mínútur búnar af leiknum og ég er strax farin að gráta úr stolti – þvílíkt lið sem við eigum! ?❤️ #emruv #handbolti #em2020
— Stefanía Hrund (@stefaniahrund) January 13, 2020
Viktor Gísli, Viggó, Haukur Þrastarson, Ýmir … color me excited. Framtíðin er björt í landsliðinu. #emrúv #handbolti
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) January 13, 2020