Tyrkinn Yusuf Dikec vann silfurverðlaun í skotfimi með skammbyssu og hefur hann vakið mikla athygli netverja og í þetta sinn er það á góðan hátt sem er skemmtileg tilbreyting frá öllum hneykslismálunum sem sett hafa skugga á Ólympíuleikana.
Dikec er 51 árs gamall og segist hlakka til næstu Ólympíuleika þar sem hann hyggst taka þátt aftur en í þetta skipti ætlar hann sér gullið.
Það mætti segja að Dikec hafi orðið stjarna á einni nóttu eftir að myndir af honum byrjuðu að fara um netheima þar sem hann er sérlega hversdagslega klæddur meðan flestir andstæðingar hans eru hlaðnir aukabúnaði.
Í skotfimi er nefnilega leyfilegt að vera með alls kyns aukabúnað til að gera lífið auðveldara og flestir keppendur nýta sér slíkt en leyfilegt er að vera með stór heyrnartól sem hjálpa til við einbeitingu, skyggni sem kemur í veg fyrir að ljós komist í augu, sérstök gleraugu til að dimma ákveðin ljós, leppur til að loka öðru auganu til að hjálpa til við að miða ásamt fleiru.
Kom til dyranna eins og hann var klæddur
Það sem heillaði netverja við Dikec er að hann virðist hafa mætt bara eins og hann var klæddur nema hann setti í sig litla eyrnatappa en var að öðru leyti bara á bolnum með sín persónulegu gleraugu og var með bæði augu opin er hann skaut.
Jafnvel liðsfélagi Dikec, Sevval Ialayda Tarhan, var hlaðin aukabúnaði en parið endaði eins og áður sagði í öðru sæti á leikunum.
Dikec hefur vakið lukku fyrir áreynsluleysi sitt og er sagður allt frá því að vera eins og venjulegur pabbi í útliti eða eins og kvikmyndalegur leigumorðingi en hvort sem manni finnst þá fer myndin af honum þar sem hann er borinn saman við andstæðing sinn eins og eldur í sinu um netheima.
Dikec vann kannski „bara“ silfur á Ólympíuleikunum en hann hefur unnið hug og hjörtu allsstaðar.
HITMAN OF THE #Olympics 🔥🌟
51 year old Turkish Shooter DIKEC with no specialized lenses, eye cover or ear protection and got the Silver Medal.🫡
Hand in pocket comfort level! 😂
I know Hitman when I see two!#Shooting #Paris2024#ParisOlympics2024#Hitman #India #Turkey pic.twitter.com/ZtineCkK74
— Anoop Bishnoi 🇮🇳 (@AnoopBishnoiS) August 1, 2024