Auglýsing

Umhverfisþing haldið í 12. sinn

Umhverfisþing verður haldið í 12. sinn  þriðjudaginn 27. apríl frá kl. 13-16. Umfjöllunarefni þingsins eru náttúruvernd, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

Þingið fer fram rafrænt og verður streymt á vef Stjórnarráðsins og Facebook.

Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), ávarpar þingið. Hún mun m.a. ræða um stöðu umhverfismála á heimsvísu og hvaða lærdóm megi draga af þeim miklu breytingum sem samfélög hafa gengið í gegn um á undanförnu ári vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun afhenda Kuðunginn sem veittur er fyrir framúrskarandi umhverfisstarf fyrirtækis og þá útnefnir ráðherra einnig Varðliða umhverfisins, sem er viðurkenning veitt grunnskólanemum fyrir verkefni á sviði umhverfismála.

Í tveimur málstofum þingsins verður horft fram á við í veigamiklum umhverfismálum samtímans. Í málstofu um loftslagsmál og hringrásarhagkerfið verður m.a. fjallað um næstu skref í orkuskiptum í samgöngum, um framtíðarsýn Carbfix-lausnarinnar og um tækifærin í hringrásarhagkerfinu. Auk þess sem ungir vöruhönnuðir deila  sýn sinni á framtíðina.

Í málstofu um náttúruvernd verður rætt um vernd og endurheimt vistkerfa og um landbúnað og náttúruvernd. Fulltrúi frá dönsku náttúruverndarsamtökunum segir frá nýju  samkomulagi sjávarútvegsins og náttúruverndarhreyfingarinnar þar í landi um ný verndarsvæði í hafi og fjallað verður um kortlagningu víðerna.

Fjölmiðlum er velkomið að vera viðstaddir setningu þingsins og afhendingu Kuðungsins, sem fer fram í Nauthól þriðjudaginn 27. apríl  kl. 13.00-13.30. Að öðru leiti fer þingið fram rafrænt og eru hlekkur og embed kóði á streymið hér að neðan.

Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á www.umhverfisthing.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing