Lögreglan á Suðurnesjum mældi ökumann á 135 km hraða á Reykjanesbrautinni um helgina en hámarkshraði þar er 90 km. Maðurinn viðurkenndi að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig fannst rafretta með kannabisvökva í bifreiðinni. Þetta kemur fram á vef víkurfrétta
Lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af allmörgum ökumönnum undanfarna daga sem gerst hafa brotlegir í umferðinni. Nokkrir þeirra án réttinda, á ótryggðum bifreiðum eða grunaðir um vímuefnaakstur.
Þá lentu tvær bifreiðar saman á Hafnavegi en engin slys urðu á fólki.