Ung hjón með eitt barn og annað í leiðinni duttu svo sannarlega í lukkupottinn þegar Lottómiðinn þeirra reyndist luma á óskiptum tvöföldum fyrsta vinningi.
Konan sem hafði einhvern tímann heyrt að ágætt væri að kaupa Lottómiða fjarri heimahögum ákvað að taka einn sjálfvalsmiða í Olís Langatanga þegar hún átti leið gegnum Mosfellsbæ.
Þegar hún lét svo fara yfir miðann eftir útdrátt fékk hún ábendingu um að koma sem fyrst á skrifstofu Íslenskrar getspár í Laugardal. Þetta þótti henni óþarfa umstang fyrir ólétta konu enda hafði hún rekið augun í það að seðlinum var ein röð með 3 rétta og slíkir vinningar eru alltaf greiddir út beint.