Einn er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið annan, meðal annars í kviðinn, í Breiðholti síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu Rúv eru báðir aðilar undir átján ára aldri.
Ekki er talið að hinn stungni sé í lífshættu þrátt fyrir að árásin hafi verið alvarleg.
Verið er að rannsaka aðdraganda árásarinnar og að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild, er ekki tímabært að segja til um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir grunuðum árásarmanni.
Þetta kemur fram á vef rúv.is