Unglist er listahátíð ungs fólk á aldrinum 16-25 ára, sem vanalega fer fram með glæsibrag víðsvegar um borgina. Í ár verður annað snið á hátíðinni en hún verður öll haldin í netheimum.
Hátíðin hefst á morgun með myndlistasýningunni Frelsi dauðans og klassískum tónbrotum og síðan verður hin sívinsæla Spunakeppni framhaldsskólanna Leiktu Betur streymt beint á sunnudaginn kl:20:00. Það verður spennandi að fylgjast með spunaleikurunum, sem keppa hver í sínu herbergi, lokaðir inni án áhorfenda á veraldarvefnum.
Þrátt fyrir COVID -19 og núverandi samfélagsaðstæður þá heldur Unglist listahátíð ungs fólks sínu striki en þó með breyttu sniði. Í ár mun hún fara fram rafrænt og hægt er að fylgjast með henni heima í stofu. Hér getið þið nálgast tengla á hina ýmsu viðburði sem verða á boðstólnum frá 7.nóvember:
https://www.facebook.com/events/687075922237432