Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun, þriðjudag, klukkan 11.
Á fundinum munu þau Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. En mikil aukning í smitum hefur verið síðustu daga og eru flestir þeirra smituðu bólusettir.