Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður í Katrínartúni í dag og hefst klukkan 14.
Á fundi dagsins fara þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir stöðu mála hvað varðar COVID-19 faraldurinn hér á landi.
Gestur fundarins er Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.