Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, munu fara yfir stöðu mála vegna COVID-19-faraldursins hér á landi.
Í dag eru 80 manns í einangrun vegna COVID-19 smita og 670 einstaklingar eru í sóttkví.