Boðað hefur verið til upplýsingafundar í húsnæði landlæknisembættisins við Katrínartún kl 14 í dag vegna kórónuveirufaraldursins.
Á fundinum verða þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir. Með þeim á fundinum verður Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Munu þau fara yfir stöðu mála varðandi ört vaxandi kórónuveirusmit hér á landi.
Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vísi