Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Fundurinn í dag er sá hundraðasti í röðinni síðan COVID-19 faraldurinn hófst.
Á fundi dagsins munu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðuna hvað varðara faraldurinn hér á landi.
Gestur fundarins verður Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.