Söngvarinn Justin Timberlake hefur játað sig sekan um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis en svo virðist sem að játningin verði til þess að upptaka af handtökunni sjálfri, sem náðist með búkmyndavélum lögreglumanna, fari því ekki á flakk líkt og vestrænir fjölmiðlar höfðu vonast eftir.
Hin stóra fréttasíða fræga fólksins, TMZ, óskaði eftir aðgangi að upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem handtóku söngvarann á sínum tíma en í stað þess að fá aðgang að henni þá fékk miðillinn aðeins orðsendingu frá embætti héraðssaksóknara í Suffolk-sýslu. Í orðsendingunni kom fram að upptökurnar yrðu ekki gerðar opinberar þar sem báðir málsaðilar – þ.e.a.s. lögreglan og teymi Timberlake – hafi ákveðið að „innsigla“ hana.
Lofar að leggja sitt af mörkum
Það lítur því út fyrir að teymi JT og saksóknarar hafi sameinast um að innsigla myndbandið – gagngert til að koma í veg fyrir að aðrir fái aðgang að því. Það var í síðustu viku sem að söngvarinn játaði sök fyrir dómstól í Sag Harbor um akstur undir áhrifum — minniháttar umferðarbrot — og mun vinna 25 tíma í samfélagsþjónustu og búa til almannavarnaauglýsingu til að vara fólk við að neyta áfengis og aka. Eflaust með betri auglýsingum sem hægt er að búa til ef litið er til frægðarsólar Justin Timberlakes.
Timberlake, bæði í dómssalnum og síðar við fjölmiðla, sagði að hann hefði fallið langt undir sín eigin gildi … og lofaði að leggja sitt af mörkum til að binda enda á akstur undir áhrifum.
Þekktu ekki Timberlake
Auðvitað var Timberlake handtekinn í júní þegar lögreglan segir að hann hafi keyrt yfir stöðvunarskyldu og síðan sveigt eftir veginum þegar hann yfirgaf The American Hotel eftir kvöld með vinum.
Nokkur merkileg augnablik komu að sögn úr umferðareftirlitinu – til að mynda á lögreglan ekki að hafa vitað hver JT var, og Timberlake lýst áhyggjum yfir því að handtakan myndi eyðileggja tónleikaferðina.
Það virðist sem fólk muni ekki fá tækifæri til að sjá myndbandið sjálft … nema innsiglunin verði felld úr gildi.