Enginn var með 5 réttar tölur og tvær stjörnutölur, en tveir miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 152 milljónir króna. Miðanir voru keyptir í Þýskalandi og í Svíþjóð. Þá voru þrír miðaeigendur sem skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rétt tæpar 36 milljónir hver. Tveir miðanna voru keyptir í Svíþjóð en sá þriðji var keyptur í Tékklandi.
Tveir voru með 4 réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur. Annar miðinn var í áskrift en hinn miðinn var keyptur á heimasíðu lotto.is.