Þýskur miðaeigandi datt heldur betur í lukkupottinn í EuroJacpot útdrætti kvöldsins því hann var einn með 1. vinning og hlýtur rúmlega 14 milljarða króna. Sjö skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 179 milljónir. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, en hinir í Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi.
Þá skiptu 14 miðahafar með sér 3. vinningi og fá þeir tæpar 15 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi, Póllandi, 5 í Finnlandi og 7 í Þýskalandi.
Sex voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100.000 kr. í vinning. Einn miðanna er í áskrift, einn var keyptur í Lottó appinu, þrír á lotto.is og einn var keyptur í N1, Gagnvegi 2 í Reykjavík.