Auglýsing

Vængjasláttur er lokahátíð Listhópa og Götuleikhúss Hins Hússins

Lokahátíð Listhópa og Götuleikhúss Hins Hússins, Vængjasláttur.

 Á hátíðinni geta listunnendur og gangandi vegfarendur mætt og upplifað brot af afrakstri sumarsins sem ungt listafólk hefur unnið að hörðum en hamingjusömum höndum. Listhópar Hins Hússins er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar og Hins Hússins sem er einstök sumarvinna því þar gefst ungu fólki kostur á að sækja um og koma sínum eigin listrænu hugmyndum í framkvæmd.

Listhóparnir sem í sumar eru sautján talsins ásamt Götuleikhúsi Hins Hússins hafa verið með þrjár sameiginlegar uppákomur í miðborginni á svokölluðum Föstudagsfiðrildum þar sem borgarbúum hefur verið boðið uppá litríka listveislu sem hefur bæði glatt og vakið til umhugsunar.

Hóparnir ásamt Götuleikhúsi Hins Hússins  verða í miðborginni frá Frakkastíg að Lækjartorgi með Vængjaslátt sem er lokasýning sumarsins fimmtudaginn 16.júlí á milli kl:16:00-18:00 og er þá tilvalið að gera sér bæjarferð og eiga stefnumót við listgyðjuna.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing