Kvæða- og leiklistar dúettinn Vandræðaskáld skipa þau Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld og rithöfundur.
Þau deila reglulega hressum og skondnum frumsömdum lögum um málefni líðandi stundar á Facebook síðu sinni. Um þessar mundir fagna þau 5 ára samstarfsafmæli sínu og ætla að því tilefni að halda svokallað fullorðinsbarnaafmæli á Græna Hattinum á Akureyri, fimmtudaginn 24. september.
Þar ætla þau að gera upp sögu Akureyrar í eitt skipti fyrir öll og spila ný og nýleg lög í bland við brot af því besta frá síðustu fimm árum, eins og segir í tilkynningu frá þeim.
Nálgast má miða á viðburðinn á graenihatturinn.is
Á fimmtudaginn samdi ég lag, en það er löngu orðið tímabært að fleiri semji…#vandræði #hjúkrunarfræðibunugangur #bláalónlíyou #ættuaðcovidabetur
Posted by Vandræðaskáld on Sunnudagur, 5. apríl 2020