Lögreglan á Suðurlandi biður fólk um að sýna varkárni í viðskiptum á netinu. Undanfarið hefur lögreglu borist tilkynningar um nokkur mál er varða fjársvik á netinu.
Í öllum tilvikum er svipuðum aðferðum beitt, hlutur er auglýstur til sölu og kaupandi leggur tiltekna fjárhæð inn á aðilann sem segist ætla að senda hlutinn, sem skilar sér svo aldrei í hendur kaupandans.
Í einhverjum tilfellum hefur sami aðili lent í slíkum prettum oftar en einu sinni og oft er um töluverðar fjárhæðir að ræða.