Auglýsing

Vatnstjón í Holtagörðum í nótt

Kalla þurfti út Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins í nótt vegna vatnsleka á efri hæð Holtag­arða. Þar hafði vatnsúðun­ar­kerfi farið af stað með þeim af­leiðing­um að mikið vatn flæddi um hús­næðið og lak á milli hæða en um er að ræða um tvö þúsund fer­metra svæði.

Það tók um þrjár klukku­stund­ir að hreinsa upp, að sögn varstjóra en vatnsúðun­ar­kerfi Golf­klúbbs­ins á ann­arri hæðinni fór í gang. Tölu­verðar skemmd­ir urðu á hús­næði klúbbs­ins og eins lak vatn á neðri hæð húss­ins en búist er við minna tjóni þar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing