Kalla þurfti út Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í nótt vegna vatnsleka á efri hæð Holtagarða. Þar hafði vatnsúðunarkerfi farið af stað með þeim afleiðingum að mikið vatn flæddi um húsnæðið og lak á milli hæða en um er að ræða um tvö þúsund fermetra svæði.
Það tók um þrjár klukkustundir að hreinsa upp, að sögn varstjóra en vatnsúðunarkerfi Golfklúbbsins á annarri hæðinni fór í gang. Töluverðar skemmdir urðu á húsnæði klúbbsins og eins lak vatn á neðri hæð hússins en búist er við minna tjóni þar.