Auglýsing

Veðbankar spá Íslandi góðu gengi í Eurovision

Samkvæmt nýjustu tölum síðunnar oddschecker.com er Daða og Gagnamagninu spáð sigri í Eurovison í Rotter­dam í maí.

Síðan sem umræðir samkeyrir stuðla frá fjölda veðbanka víða um heim og eins og staðan er í dag trónir Ísland á toppnum. Það munu þó fleiri lönd bætast á lista veðbankanna á næstu vikum, þar sem það hafa ekki öll ríkin valið framlag sitt, og á því staðan eftir að breytast eitthvað.

Í gær spáði Eurovisi­on World að Ísland myndi lenda í þriðja sæti en landið hef­ur rokið upp alla lista á síðustu dög­um.

Þetta kemur fram á vef mbl.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing