Auglýsing

,,Veg­far­andi sá mann­inn liggj­andi í mó­an­um og taldi að eitt­hvað al­var­legt hefði gerst“

,,Göngugarpur lagðist flatur úti í móa í gærkvöldi hér suður með sjó til að njóta blíðunnar og teygja aðeins úr skrokknum. Vegfarandi sá manninn liggjandi í móanum og taldi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Því var haft samband við Neyðarlínuna sem sendi tvo sjúkrabíla og lögreglu á vettvang,“ þetta segir í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.
,,Liggjandi manninum var að vonum brugðið við lætin sem fylgdu því þegar björgunarliðið mætti og spratt á fætur með það sama. Misskilningurinn var því leiðréttur og sjúkralið og lögregla gátu haldið aftur til sinna stöðva,“ segir jafnfram í færslunni.

Göngugarpur lagðist flatur úti í móa í gærkvöldi hér suður með sjó til að njóta blíðunnar og teygja aðeins úr skrokknum….

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 8. október 2020

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing