Veitingastaður IKEA opnar aftur á morgun eftir tæplega fimm mánaða lokun. En Svandís Svavarsdóttir tilkynnti í dag tilslakanir á samkomutakmörkunum, sem taka gildi á morgun.
„Við erum að vinna hörðum höndum hér á annarri hæð í þessum töluðu orðum til að koma veitingastaðnum aftur í stand til að getað tekið á móti gestum strax á morgun. Við vorum byrjuð að undirbúa okkur en vorum að bíða eftir því hvernig tilslakanir á samkomutakmörkunum yrðu,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samfélagsábyrgðar og samskiptadeildar IKEA í samtali við Fréttablaðið