Sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin, sem sýnd er á ruv , er að slá í gegn hjá landanum. Twitter logaði eftir að sjöundi þáttur af átta var sýndur í gærkvöldi.
Ég er svo spennt og óþolinmóð að bíða eftir lokaþætti Verðbúðarinnar – en á sama tíma er ég komin með svakalegan aðskilnaðarkvíða. Mér finnst þetta ástand kalla á geðgreiningu. #verbúðin
— Diljá Ámundadóttir Zoëga (@DiljaA) February 7, 2022
Ég sá Grím á Ölveri í kvöld svo þið þurfið ekkert að óttast #Verbuðin
— Arnór Blomsterberg (@Blommvjelin) February 7, 2022
Vó, viðmælendur mínir á Bylgjunni í #Verbuðin í kvöld ? Töfrar þetta blast 30 ár aftur í tímann.
Takk @TheVesturport ! https://t.co/QI47qrij4y— ?? Halli Thorst (@hallithorst) February 7, 2022
Djöfulli svíður þetta #Verbuðin
— seiðskrattinn (@veldissproti) February 6, 2022
Verbúðin er algjörlega yfirburða gott stöff ? #verbúðin
— Helga Gabríela (@helgagabriela) February 6, 2022
Nostalgía kvöldsins. Gat ómögulega munað hvort stefið úr #Verbuðin í kvöld væri úr Hildi eða Óvænt endalok. Muniði eftir þeim??
— Gudlaug Maria Lewis (@GudlaugLewis) February 6, 2022
Best í #verbúðin í kvöld: þessir að syngja Þorparann í karaoke. Sorglegast þegar annar þeirra var í lokin með bláa vör eftir öldunnar koss. ? pic.twitter.com/ORutm1duXt
— Olga Björt (@olgabjort72) February 6, 2022
Ákveðin vonbrigði að Hilmir Snær hafi enn ekki fengið að vera nakinn. Það er enn von #verbuðin
— Trausti Salvar (@TraustiSalvar) February 6, 2022
Jæja búin að grenja yfir #Verbuðin. Allt eins og það á að vera sunnudagskvöldum.
— Þorbjörg (@thorbjorgmatt) February 6, 2022
Verbúðin er það besta sem sést hefur í íslensku sjónvarpi, þrátt fyrir að karakter Ara Matthíassonar hafi verið skrifaður út úr þáttunum strax í upphafi. Það voru margir efins um það útspil – en nei, þeir höfðu rangt fyrir sér! #TakkAnnaBjörk #verbúðin
— Ingólfur Sigurðsson (@ingolfursig) February 6, 2022
ég veit í alvörunni ekki hvort þetta skyndilega nefrennsli sé ég að grenja eða ég að fá covid #verbúðin
— Margrét Arnar (@margretarnar) February 6, 2022
Mikið svakalega er #verbúðin gott stöff!
— Egill Einarsson (@einarsson_egill) February 6, 2022
Ég hef mestar áhyggjur af höndinni á Jóni Hjaltalín. Þetta var mjög skítugur hnífur. #Verbuðin
— Gunnhildur Birgisdóttir (@GBirgisdottir) February 6, 2022
Það að sonur Níels heitins Ársælssonar hafi leikið forseta Fiskiþings í Verbúðinni er eitt lúmskasta en jafnframt besta “cast” íslenskrar kvikmyndasögu. #verbúðin #Bjarmi pic.twitter.com/jU0xAEYdYG
— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 6, 2022
Hvítur landabrúsi með rauðum tappa, brotist inn í kirkju og messuvíninu stolið, Jesús með brjóst og varalit, fiskakastið og heitur pottur í fiskikerunum. Lag Silfurtóna, töfrar, rammaði atriðið svo sannarlega inn. Dásamlegt!#Verbuðin
— Páll Ragnar Pálsson (@pall_ragnar) February 6, 2022
Er skrítið að mig langi geggjað að vera í þessu landapartýi í #verbúðin?
— Þorbjörg (@thorbjorgmatt) February 6, 2022
Núna langar mig að sjá Friends nema bara með þessum karakterum #verbúðin pic.twitter.com/I7KqH6xGrh
— Arnmundur Sighvatsson (@Arnmund) February 6, 2022
Þegar að búið var að ákveða að þetta væru bestu íslensku þættirnir ákváðu þeir bara að tryggja að enginn myndi skipta um skoðun #verbúðin
— Ragnhildur N (@ransyn) February 6, 2022
Ef einhvern tímann hefði átt að splæsa í tvöfaldan lokaþátt! #verbúðin
— Hulda María (@littletank80) February 6, 2022