Íslenska þáttaröðin Verbúð fjallar á dramatískan hátt um afleiðingar kvótakerfis fyrir lítið þorp. Þættirnir eru sýndir á rúv og var þriðji þáttur á dagskrá í gær, sunnudag.
veit ekki hvað mér finnst um að skipið heiti Þorbjörgin.. #Verbúðin
— Þorbjörg (@thorbjorgmatt) January 10, 2022
Aldrei myndi ég þora í túr á Þorbjörginni! #Verbúðin
— Þórgunnur Oddsdóttir (@Totaodds) January 10, 2022
Vantar ekki umræðu hlaðvarp um #Verbuðin? Verkafólk, verbúðarfólk, pólitíkusar og sagnfræðingar fjalla um hvernig þetta var? Ég er slorpía úr sjávarplássi og man margt af þessu en með barnsaugum.
— Svava Rán Karlsdóttir (@SvavaJones) January 10, 2022
Það sem vantaði í #Verbúðin að mínu mati. Ein flugvél merkt Arnarflugi. Grænir einkennislitir. Þetta er líklega frá 1989, ég fimm ára, systir mín þriggja. Móðir mín á aldur við mig í dag. Pabbi flaug þessum Twin otter. pic.twitter.com/0pRAzLSAvU
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) January 10, 2022
Sætti mig við Lyft Freeze þegar mig langar í raun og veru bara í rauðann Winston í mjúkum #Verbuðin
— Arnar (@arnarpalll) January 10, 2022
Það er ekki bara hægt að mæla með #Verbúðin heldur líka hlaðvarpsþáttunum Með Verbúðina á heilanum. Áhugaverð umfjöllun hér um brellurnar í þáttunum, útlimamissi og margt fleira skemmtilegt og fróðlegt. @RexBannon stýrir þáttunum og gerir það afar vel #RÚV https://t.co/ABI7WGrTZV
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2022
Vel til fundið að spila Can’t walk away í lok Verbúðarinnar eftir það sem á gekk. Herbert syngur svo eftirminnilega “Got to look into old erections” #Verbuðin
— Halldór Högurður (@hogurdur) January 10, 2022
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum hefur fengið alveg nýja merkingu. #verbúðin
— Ágúst Ingi Ágústsson (@ingi_agust) January 10, 2022
Þjóðviljinn? Hvers vegna þessi Helgarpóstsafneitun?#verbúðin
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) January 10, 2022
ó þessi badminton sena í verbúðinni var snilld. Þvílík myndlíking #Verbuðin
— Oskundi (@oskundi) January 9, 2022
Ég dýrka Sólon bankastjóra þegar hann stendur grafkyrr og smassar hnitið tilbaka, ekkert fum. #Verbuðin
— Gústi (@gustichef) January 9, 2022
Elska tensjónið á milli Hilmis Snæs og Benna Erlings í #Verbúðin Nettir Fóstbræðrasketsar inn á milli í söguþræðinum
— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 9, 2022
Það sem við eru dekruð af gæða sjónvarpsefni. #Verbuðin er svo yfirgengilega gott stöff og #svörtusandar eru með því besta sem sést hefur í glæpatv á ísl, slow burn sem svínvirkar. Bravó
— Matti Matt-ekki á Rás 2 eða söngvari. Hann/Him (@mattimatt) January 9, 2022
„mér þykir leitt að þurfa að spyrja þig..
En er til annar teinn?“
Úff hvað þetta var mögnuð sena.#Verbuðin besta íslenska sjónvarp síðari tíma.— Elmar Torfason (@elmarinn) January 9, 2022
Brjóst og blóð; Ég er ennþá á þeirri skoðun að #Verbúðin er íslenska útgáfan af Game of Thrones.
— Jökull Alfreð® (@Jokull201) January 9, 2022
„Heyrðu, er frægasti fréttamaður Bandaríkjanna að koma til landsins? Steingrímur, ertu með skýluna þína?“ #verbúðin https://t.co/JqqEPvbO4S
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) January 9, 2022
Gunnar Smári ? #verbúðin pic.twitter.com/Gr6z5GcRKr
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) January 9, 2022
Vá, get ekki beðið eftir næsta sunnudegi og nýjum þætti af #verbúðin
— Iðunn Garðarsdóttir (@Idunn_G) January 9, 2022
Jæja þá bara að reyna láta sér detta í hug hvernig hörmungar henda Sveppa og Góa í næsta þætti af #Verbuðin ?
— Kári Gautason ? (@karigauta) January 9, 2022