Vesturlandsvegur við Grundartanga er lokaður í báðar áttir vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar
Í frétt rúv kemur fram að fólksbíl hafi verið ekið í veg fyrir vörubíl og að ökumaður fólksbílsins sé slasaður.
Lögreglu-, sjúkra- og tækjabifreiðar voru sendar á vettvang og voru rannsóknarnefnd umferðarslysa og Vegagerðin látin vita af slysinu.
Enn er verið að vinna á vettvangi og eins og fyrr segir er Vesturlandsvegur við Grundartanga lokaður í báðar áttir. Hjáleið er um Akrafjallsveg.
Vesturland: Vesturlandsvegur við Grundartanga er lokaður í báðar áttir vegna umferðaslyss. Hjáleið verður um Akrafjallsveg (51). #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 2, 2021