Lögreglan á Suðurnesjum birti á dögunum myndband þar sem stiginn var trylltur dans í takt við lagið Blinding Lights með tónlistarmanninum Weekend. Sjá hér
En undanfarna daga hefur heilbrigðisstarfsfólk og annað fólk úr framlínunni, út um allan heim, póstað dans-myndböndum á samfélagsmiðlum og hefur uppátækið vakið mikla athygli.
Lögreglan á Norðurlandi hefur nú svarað áskoruninni og skjóta léttilega á lögregluna á Suðurnesjum í leiðinni í þessu skemmtilega myndbandi.
„Við tökum þátt í að dansa með öðrum viðbragðsaðilum. Samstillta B-vaktin á Akureyri henti í snilldartilþrif á næturvaktinni. Hvetjum alla viðbragðsaðila og bara alla aðra líka til að taka þátt og hjálpumst að við að halda uppi gleðinni á þessum tímum. Hafið það gott um páskana heima…“