Auglýsing

Víðir óttast bakslag

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn ítrekaði það fyrir fólki á blaðamanna­fundi al­manna­varna í dag að „það væri ekki kom­inn fjórði maí.“ Hann segist óttast það að það geti komið bak­slag í þró­un­ina ef fólk verður kæru­laust vegna boðaðra aflétt­inga.

„Við feng­um á til­finn­ing­una í gær að fólki væri létt og við átt­um von á því en við átt­um ekki von á því endi­lega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kom­inn 4. maí. Það eru enn tæp­ar þrjár vik­ur þangað til. Við erum enn að berj­ast við þetta af sama krafti og síðustu vik­urn­ar. Þegar menn hugsa sig bara aðeins um er eng­inn áhugi hér á að fá eitt­hvert bak­slag,“ sagði Víðir.

Hann tók engin sérstök dæmi um það hvernig fólk hafi verið farið að slaka á taumn­um en sagði að fleira fólk hefði ein­fald­lega verið á ferli á ákveðnum stöðum.

„Það er svo sem eðli­legt, fólk verður að halda áfram að lifa, versla og fara á veit­ingastaði, en það eru stærri hóp­ar sem okk­ur hef­ur verið bent á að séu að hitt­ast, og að menn séu farn­ir að plana næstu daga í uppá­kom­um og slíku. Það er ekki tíma­bært.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing