Auglýsing

Vigdís mætti á opnun sýningarinnar ,,Takk Vigdís”

Sýningin ,,Takk Vigdís” opnaði laugardaginn 5. september kl 15:00 í Midpunkt og er það listamaðurinn Logi Bjarnason sem stendur að sýningunni. 

Logi Bjarnason er myndlistamaður sem fæst við að skapa meistaraverk og athyglisverð viðföng. Í þessari sýningu er tekist á við spursmál um tíma og rými, sögulegt samhengi, og hvað við horfum á.
Logi hefur sýnt víða bæði erlendis og hérlendis. Hann er einnig sýningarstjóri á Plan-B festival og formaður myndhöggvarafélagsins.
,,Takk Vigdís” saman stendur af grindverki sem var í eigu Vigdísar Finnbogadóttur og mætti Vigdís í eigin persónu á opnun sýningarinnar.

,,Ef við færum aftur í tímann á fund Vigdísar Finnbogadóttur þar sem hún væri ung kona í námi í París og skýrðum fyrir henni að dag einn yrði grindverk í hennar eigu til sýnis í Hamraborginni myndi hún eflaust hlæja líka.”

,,Engu að síður hefur Logi Bjarnason sótt þetta grindverk úr sarpi tímans og skráð það á spjöld listasögunnar. Hann hefur krafist þess að við viðurkennum hann sem samtímalistamann og þetta verk sem samtímalist. Það er ekki úr framtíðinni, það er ekki úr fortíðinni, það er hér og nú, glerjað eins og gluggar Gerðar Helgadóttur, og einungis tíminn mun leiða í ljós hvort um útlagaverk eða klassík er að ræða. Hvort þetta sé verk augnabliksins eða verk allra tíma.”

Sýningin stendur til 27. september 2020. 
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing