Auglýsing

Vinnufriður, lífslykill og andahirðir ársins á Twitter

Guðmundur Haukur Guðmundsson hefur farið á kostum á samskiptaforritinu Twitter upp á síðastið með myllumerkið #Ársins þar sem hann hefur valið þá atburði eða einstaklinga sem sköruðu fram úr á óvæntum sviðum.

Hann starfar sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu en uppátækið byrjaði sem einkahúmor hjá Guðmundi og félögum hans. Þeim datt ekki í hug að uppátækið myndi vekja jafn mikla athygli og raun ber vitni. Guðmundur gestur Gísla Marteins í sérstökum áramótaþætti á föstudaginn þar sem hann fór yfir niðurstöður félaganna, meðal annars hver væri íþróttafréttamaður ársins að þeirra mati, lífslykill ársins, viðtal ársins, ljósmynd ársins og stemning ársins.

Það var ekki mikil samkeppni þegar vinnufriður ársins var valinn sem reyndist vera í Ráðhúsi Reykjavíkur en andahirðir ársins var fréttamaður RÚV sem fylgdi Ripp, Rapp, Rupp og Andrésínu frá Mýrargötunni niður að tjörn.
Hér má sjá innslagið með Guðmundi úr þætti Gísla Marteins á á föstudagskvöldið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing