Auglýsing

Vinsælustu leitarorð Íslendinga á Google á árinu

Meðal vinsælustu leitarorða Íslendinga á Google á árinu voru lúsmý, Hatari og Notre Dame. Sá Íslendingur er flestir flettu uppá netinu er Gunnar Nelson.

Á lista yfir orð og nöfn sem landsmenn leituðu mest að á Google á árinu kennir ýmissa grasa. Þetta eru vinsælustu leitarorðin á google, þau sem hafa aukist mest í vinsældum frá árinu áður, ekki þau sem mest voru slegin inn.

„Þegar við athugum í lok árs að hverju mest hefur verið leitað þá eru það alltaf orð eins og Facebook, Google og YouTube. En þegar við tökum saman helstu leitir ársins þá skoðum við hvar vöxturinn hefur verið mestur því það segir helst til um hvernig árið hefur verið,“ segir Jesper Vangkilde, samskiptastjóri hjá Google í Danmörku.

Hér má sjá listann yfir vinsælustu leitarorðin hér á landi á árinu:

  1. Ed Sheeran
  2. Hatari
  3. Game of Thrones
  4. Cameron Boyce
  5. Notre Dame
  6. Chernobyl
  7. Lúsmý
  8. Madonna
  9. Mislingar
  10. Luke Perry

„Við sjáum greinilega að dægurmenning hefur verið mjög fyrirferðarmikil. Það sést strax í tengslum við tónleikana sem Ed Sheeran hélt  að Íslendingar gúggluðu hann í gríð og erg,“ segir Vankilde.

Sá Íslendingur sem flestir flettu upp á Google á árinu er bardagakappinn Gunnar Nelson. Í fyrra var knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason í fyrsta sæti.

Hér má sjá lista yfir nöfn þeirra Íslendinga sem flestir flettu upp á Google á árinu:

  1. Gunnar Nelson
  2. Ægir Ib-Wessman
  3. Halli Reynis
  4. Eva Laufey
  5. Nanna Kristín Magnúsdóttir
  6. Gísli Þór Þórarinsson
  7. Friðrik Ómar
  8. Þorsteinn Már Baldvinsson
  9. Gunnar Jóhann Gunnarsson
  10. Hera Björk

Þetta kom fram á vef RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing