Vísindasmiðja Háskóla Íslands opnar í dag útibú í Hörpu frá klukkan 13 til 16 og eru gestir á öllum aldri hjartanlega velkomnir. Þar verður boðið uppá vinnusmiðjur fyrir alla fjölskylduna þar sem áherslan er m.a. á að tengja saman vísindi og listir með margvíslegum hætti.
Takmarkaður fjöldi gesta kemst að í nokkrum af vinnusmiðjunum, og verða miðar til reiðu á svæðinu svo að gestir geti tryggt sér pláss á þeim tíma sem þeim hentar. Hver smiðja stendur í 20 – 40 mínútur og nóg annað hægt að uppgötva, skoða og gera meðan beðið er eftir lausu plássi.
Á sama tíma býður Harpa upp á skoðunarferðir um leynistaði Hörpu fyrir forvitna krakka og tónleikaröðin Reikistjörnur verður með tónleika með HUGINN. Svo ýmislegt verður í boði fyrir alla fjölskylduna.
Vísindasmiðjan í Hörpu er opin kl.13 til 16, aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.