Auglýsing

Vonlaust að spá fyrir um hvort hægt verði að fara í frí til útlanda í haust

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ómögulegt að spá fyrir um hvenær verði óhætt að bóka sér frí til útlanda.

„Það eru bara svo margir óvissu þættir í þessu að það er algerlega vonlaust að segja neitt til um það,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundi Almannavarna í dag.

„Sjálfur ætla ég ekki að skipuleggja neinar utanlandsferðir á þessu ári að minnsta kosti.“

Hann benti einnig á að það sé ekki eingöngu undir Íslandi komið að ákveða hvort hægt verði að halda úr landi. Það þurfi einnig að horfa til þess hvernig aðrar þjóðir ætli að haga sínum málum.

„Þá er spurning hvort við getum farið eitthvað án þess að lenda í því að þurfa að fara í sóttkví, vera lokuð af eða sett í útgöngubann,“ segir Þórólfur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing