Lokaþáttur af „Það er komin Helgi“ var sýndur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi og söfnuðust yfir 20 milljónir í þættinum, fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Helgi Björnsson segir í samtali við mbl.is að hann hafi fundið fyrir mikilli gjafmildi og jákvæðni hjá þjóðinni í gær.
„Þetta er búið að vera að mestu leyti mjög skrítið tímabil, eins og allir hafa upplifað,“ segir Helgi. „Við höfum verið lukkunnar pamfílar að hafa fengið að vinna í þessu ástandi, sem er ekki hægt að segja um flesta af kollegum okkar.“
Mikið húllumhæ var í þættinum í gær en þátturinn var mun lengri en áður og Helgi fékk fleiri gesti í heimsókn.