„Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur. Við erum svo sannarlega í skýjunum yfir þeim,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu.
Miðasala á söngleikinn Níu Líf hófst á laugardaginn síðastliðinn og í liðinni viku var fyrsta tóndæmið úr sýningunni frumflutt þegar ný útgáfa af einu vinsælasta lagi Bubba, Rómeó og Júlía, var gefið út. Sjá hér: Aron Mola og Rakel flytja lagið Rómeó og Júlía
Yfir níu þúsund miðar hafa selst á söngleikinn, sem fjallar um söngvarann Bubba Morthens, og segir segir Kristín þennan gífurlega áhuga fólks á sýningunni gefa öllum hópnum aukinn kraft.
Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins