Auglýsing

10 hlutir sem bara fólk sem á afmæli í DESEMBER skilur!

Ef þú hugsar út í það þá er desember örugglega versti mánuðurinn til að eiga afmæli.

Öll desember börn vita hversu erfitt það er að vera lang síðasta manneskjan í bekknum til að fá bílpróf og mega fara í ríkið.

Síðan eru allir að einbeita sér að jólagjöfunum og gleyma þar af leiðandi afmælisgjöfinni þinni.

Hér eru 10 aðrir gallar við desember afmæli:

1. Foreldrar þínir merkja jólapakkann þinn: „Gleðileg jól/afmæli“

2. Ef þú átt afmæli 24 desember gætir þú allt eins verið ósýnileg/ur.

3. Allir vinir þínir eru of blankir til að kaupa handa þér gjöf.

4. Það eru allir of uppteknir af jólunum eða áramótunum til að fagna með þér.

5. Allir ættingjarnir eru komnir í heimsókn svo þú kemst ekki einu sinni frá til að djamma með vinum þínum.

6. Þú þarft að eyða peningum í jólagjafir handa öðrum á þínum eigin afmælisdegi.

7. Þú færð ekki blöðrur og borða – heldur jólakúlur!

8. Það stinga allir upp á jólalegum hlutum til að gera á afmælinu þínu.

9. Allir í skólanum eða vinnunni gleyma því að þú eigir afmæli.

10. Fólk er alltaf að segja: „Æji hvað það hlýtur að vera leiðinlegt að eiga afmæli í desember.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing