4 lögreglumenn voru skotnir til bana í bænum Charlotte í Norður-Karólínu fylki er þeir voru að framkvæma húsleit hjá Terry Clark Hughes, 39 ára gömlum karlmanni.
4 aðrir lögreglumenn særðust í árásinni en talsmaður lögreglunnar sagði í viðtali við ABC að lögreglumennirnir hefðu verið við nokkuð hefðbundin skyldustörf er þeir afhentu Hughes leitarheimild sem heimilaði húsleit hjá honum.
Hughes brást illa við og sótti hálfsjálfvirkan riffil af tegundinni AR-15 og hóf skothríð á lögreglumennina án viðvörunar og skaut 4 þeirra til bana næstum samstundin.
Við skothljóðin hlupu aðrir lögreglumenn inn í hús Hughes en 4 þeirra særðust lífshættulega áður en Hughes var yfirbugaður.
Þetta er mesta mannfall sem lögreglan í Bandaríkjunum hefur orðið fyrir við skyldustörf í meira en 8 ár.
Ekki er greint frá afdrifum Hughes og hvort hann hafi fallið í átökunum.