Auglýsing

93 handteknir þegar aukin harka færist í mótmæli Bandarískra stúdenta við háskólana þar í landi

Mótmæli til stuðnings Palestínu standa nú yfir víðsvegar um Bandaríkin. Þau voru lengi vel hörðust við Columbia háskóla en nú hafa fjölmargir aðrir háskólar bæst í þann hóp samkvæmt ABC fréttastöðinni.

93 voru handteknir við Háskólann í Suður-Kaliforníu þegar mótmælin stóðu sem hæst og í það minnsta 20 voru handteknir við háskóla í Texas.

Skólar eins og Yale, Háskólinn í Austin, Harvard, New York háskóli og fleiri taka nú einnig þátt í mótmælunum.

Vopnuð lögregla er mætt á svæðið í nokkrum þessara háskóla og hafa átökin verið hörð og lögregla hefur beitt kylfum á suma mótmælendur.

Nemendur af gyðingaættum óttast um öryggi sitt og hafa sakað fjölmarga mótmælendur um gyðingahatur og við Columbia háskóla hefur öll skólastarfsemi verið sett í fjarkennslu til að reyna að tryggja öryggi nemenda af gyðingaættum.

Myndband af mótmælum má sjá hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing