Auglýsing

Ætlar eigandi Amazon að eyða 600 milljónum dollara í brúðkaup?

Jeff Bezos, eigandi Amazon, er sagður ætla að eyða um 600 milljónum dollara í brúðkaup sitt og Lauren Sanchez en það myndi augljóslega gera það að dýrasta brúðkaupi allra tíma.

600 milljónir dollara eru um 84 milljarðar íslenskar krónur en það verður haldið í Aspen í Colorado fylki sem er þekkt fyrir að vera skíðaparadís milljónamæringa.

Öllum helstu stjörnum heims er sagt vera boðið í brúðkaupið og að Bezos hafi leigt allt svæðið undir brúðkaupið sitt.

Bezos skildi við fyrrverandi konu sína, Mackenzie Scott, árið 2019 og fékk hún 35 milljarðar bandaríkjadollara í sinn hlut við skilnaðinn.

Bezos og Sanchez eru hins vegar sögð neita algerlega fyrir að kostnaður við brúðkaup þeirra muni fara nálægt þessari upphæð og vara fólk við að trúa öllu sem það les.

Það er engu að síður ljóst að ekkert verður til sparað en hvort kostnaðurinn muni verða 600 milljónir dollara á eftir að koma í ljós.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing