Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsis mál og betrun, segir það ekki góða hugmynd að senda fanga erlendis til afplánunar á kostnað ríkisins.
Er þarna verið að vísa í grein á MBL.is þar sem sagt er frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir segir koma til greina að skoða að senda erlenda fanga til útlanda til að afplána dóma sem þeir fá á Íslandi.
Félagið leggur aftur á móti til að gerðir séu framsalssamninga við erlend ríki til að þeir erlendu dómþolar sem dæmdir eru á Íslandi geti tekið út sína refsingu í heimalandi sínu.
Afstaða segir það bæði ódýrar fyrir íslenska ríkið og mannúðlegra á flestan hátt því þar geti þeir sem taka út sína refsingu verið nær fjölskyldu.
Afstaða segir önnur norðurlönd stunda slíkt í stórum stíl og gefi það einnig skýr skilaboð.
Með þessu væri þannig hægt að spara pening í fangelsiskerfinu og stytta biðlistana fyrir Íslendinga inn í fangelsin en langur biðtími er inn í fangelsin, eða um 20 mánaða biðtími.
Slíkt geti haft þung áhrif á þá sem mögulega eru búnir að koma lífi sínu á rétta braut yfir þann tíma en þurfa svo að fara í fangelsi á þeim tíma og geti það legið þungt á mönnum að vita ekkert hvenær þeir verða kallaðir til að taka út sína refsingu.
Afstaða segir að vonandi sé um misskilning að ræða og að ekki standi til að senda fanga til annarra landa til afplánunar á kostnað ríkisins.