Auglýsing

Allar sundlaugar Reykjavíkur hljóta regnbogavottun

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að búið sé að stíga stórt skref í átt að auknu jafnrétti og inngildingu samfélagsins með því að fá regnbogavottun fyrir allar átta sundlaugar borgarinnar.

Í tilkynningunni segir að markmið regnbogavottunarinnar er að gera starfsemi borgarinnar hinseginvænni og stuðla þannig að því að fyrirbyggja mismunun í garð hinsegin fólks, bæði beint og óbeint.

Vottunin nær yfir fjölbreytta þætti í starfsemi sundlauganna og felur í sér:

• Úttekt á starfsstaðnum, þar á meðal útgefið efni og aðbúnað.
• Fræðslu fyrir allt starfsfólk um hinsegin málefni.
• Aðgerðaráætlun fyrir hinsegin mál sem skal uppfærð árlega.
• Lógó og plakat sem staðfesta vottunina.

Bætt aðgengi fyrir alla

Einn mikilvægasti liðurinn í þessu verkefni, samkvæmt Reykjavíkurborg, er að bæta aðgengi að sundlaugunum fyrir alla.

Nú þegar eru sérklefar aðgengilegir í sjö af átta sundlaugum borgarinnar og til stendur að bæta við klefa í Klébergslaug.

Sérklefar eru hannaðir til að taka vel á móti fjölbreyttum hópum, þar á meðal:

• Trans fólki, kynsegin og intersex fólki (og börnum).
• Foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð.
• Fólki með heilsufarsvanda, eins og stóma.
• Fötluðu fólki sem þarf aðstoð frá einstaklingi af öðru kyni.

Hinseginfáninn blakti yfir Sundhöll Reykjavíkur

Á kynningarfundi í Sundhöll Reykjavíkur, þar sem hinseginfáninn blakti við hlið borgarfánans, voru markmið vottunarinnar kynnt fyrir fjölmiðlum og gestum.

Reykjavíkurborg segist með þessu verkefni, senda skýr skilaboð um að sundlaugar borgarinnar séu opnar og öruggar fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð eða öðrum þáttum.

Með regnbogavottuninni segist  Reykjavíkurborg sýna gott fordæmi sem vonandi hvetur fleiri sveitarfélög til að taka svipaðar skref í átt að jöfnuði og inngildingu.

Nútíminn hefur áður sagt frá Regnbogavottun borgarinnar og meðal annars neitaði borgin að tjá sig um hvort einhver hefði verið rekinn fyrir að neita að gangast undir þær aðgerðir sem krafist er af starfsfólki.

Vilja ekki svara hvort einhver hafi verið rekinn í tengslum við Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing