Auglýsing

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið krefst þess að keppendur sanni líffræðilegt kyn sitt – En aðeins konur

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið (World Athletics) hyggst innleiða nýjar verklagsreglur sem gera öllum keppendum í kvennaflokki skylt að sanna að þeir séu líffræðilegar konur.

Tillögurnar eru hluti af stefnu sambandsins um að tryggja sanngjarna samkeppni í kvennaflokki og mun eiga við bæði trans konur og íþróttamenn með frávik (DSD – Differences of Sexual Development).

Nýtt DNA-próf til að staðfesta kyn

Reglurnar sem verða teknar fyrir á fundi World Athletics í mars, kveða á um að allar sem vilja keppa í kvennaflokki á hæsta keppnisstigi þurfi að gangast undir munnstrokupróf til að sýna fram á að þær séu líffræðilega konur.

„Konur verða að njóta sanngirni“

Samkvæmt Independent mun prófið mun leita að SRY-geninu sem er nær undantekningarlaust í Y-litningnum og er notað sem vísbending um líffræðilegt kyn.

Aðeins þarf að taka prófið einu sinni á ferli íþróttamanns.

Til viðbótar gæti þurft að taka próf til að mæla testósterónmagn í líkamanum.

Skilgreining á reglum

Reglubreytingarnar eru afrakstur vinnuhóps innan World Athletics sem hefur rannsakað málefni kynjafjölbreytileika í íþróttum.

Samræður við íþróttafólk hefjast í þessari viku og munu standa til 5. mars en markmiðið með þeim er að athuga viðbrögð íþróttafólks um nýju reglurnar.

„Það er okkar hlutverk að tryggja að samkeppnin í kvennaflokki sé sanngjörn“

Samkvæmt heimildum verður ekki tekið við neinum tillögum um aðrar aðferðir eða lausnir og spurningin er ekki hvort reglurnar verða innleiddar, heldur hvenær.

Áframhaldandi aðgerðir gegn testósterónáhrifum í íþróttum

Samkvæmt núgildandi reglum þurfa íþróttakonur með einhverskonar kynjafrávik að lækka testósterónmagnið undir 2.5 nmol/L í a.m.k. sex mánuði áður en þær mega keppa í alþjóðlegum keppnum í kvennaflokki.

Þessi regla gilti áður aðeins fyrir vegalengdir á bilinu 400 metrar til 1.500 metrar, en hefur verið útvíkkuð.

Reglurnar fyrir trans konur voru hertar árið 2023, þegar öllum sem hafa gengið í gegnum einhvern hluta karlkyns kynþroska var bannað að keppa í kvennaflokki.

Sebastian Coe: „Konur verða að njóta sanngirni“

Sebastian Coe, forseti World Athletics, segist leggja áherslu á að vernda kvennaíþróttir og hefur þetta stefnumál verið lykilatriði í framboði hans til forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar.

„Þó núverandi reglur okkar um DSD og trans íþróttafólk séu traustar og byggðar á þeim vísindum sem voru aðgengileg þegar síðustu reglugerðir voru settar, hafa nýjar vísindalegar upplýsingar komið fram. Það er okkar hlutverk sem alþjóðlegt stjórnvald í frjálsíþróttum að tryggja að reglurnar haldist í takt við nýjustu þekkingu og að samkeppnin í kvennaflokki sé sanngjörn,“ sagði Coe á mánudag.

Hann vísaði einnig til atviks á síðustu Ólympíuleikum þar sem tvær íþróttakonur unnu gullverðlaun þrátt fyrir að hafa áður verið útilokaðar frá HM 2023 fyrir að uppfylla ekki skilyrði til að mega keppa í kvennaflokki. Hann sagði að sú staða hefði verið „óþægileg“.

Coe hefur einnig lýst yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjaforseta Donalds Trump um að banna trans konum að keppa í kvennadeildum í skólum og sagði á samfélagsmiðlum:
„Að varðveita heilindi keppni í kvennaflokki er grundvallarregla í íþróttum. Við vitum að allt byrjar í skólum, og að setja skýr, ótvíræð stefnumál er mikilvægt fyrsta skref.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing