Auglýsing

And-kristið þema á opnunarhátíð Ólympíuleikanna vekur reiði netverja

Það er óhætt að segja að opnunarhátíð Ólympíuleikanna hafi vakið mismunandi viðbrögð hjá fólki um allan heim og stefnir í að hún verði sú umdeildasta frá upphafi.

Eitt af því sem flestir virðast þó sammála um er að Celine Dion hafi stolið senunni með frábærum flutningi í lok hátíðarinnar og bjargað því sem hægt var.

En stórtkostleg endurkoma hennar hefur þó fallið í skuggann af einu atriði sem þykir vera blaut tuska í andlit kristinna manna en það var skopstæling af Síðustu Kvöldmáltíðinni, listaverki Leonardo DaVinci.

Atriðið með gríska guðinum Díonýsus

Listaverkið er oft talið eitt besta verk gamla meistarans en það var hópur af dragdrottningum sem gerði grín að þessum mikilvæga viðburði kristinnar trúar og voru þeir mismunandi mikið klæddir meðan á þessu stóð.

Umdeild túlkun

Í atriðinu kom svo leikari sem átti að tákna gríska guðinn Díonýsos, guð víns, ölvunar og frjósemi, nánast nakinn en hann var einungis með greinar sem rétt huldu kynfærasvæðið og steig fram fyrir dragdrottningarnar og flutti tónlistaratriði.

Eins og fyrr sagði hefur þetta atriði vakið mikla reiði netverja og umtalið svo mikið að ef leitað er á samfélagsmiðlinum X að Ólympíuleikunum eru næstum allar niðurstöður reiðipistlar fólks á þessu atriði.

Margir benda þar á að ekki hafi verið gerð skopstæling á neinum öðrum trúarbrögðum á þennan hátt og spyrja hvers vegna ekki sé gert grín að öðrum trúarbrögðum á sama hátt.

Meðal þeirra sem hafa tjáð reiði sína yfir atriðinu er milljarðamæringurinn Elon Musk en hann sagði á miðli sínum, X, að hann ætlaði að flytja til Mars og spurði hvaða erindi þetta atriði ætti á Ólympíuleikana.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing